Suðurorka áformar að fjárfesta fyrir um þrjátíu og sex milljarða króna í Skaftárhreppi með byggingu Búlandsvirkjunar.
Guðmundur Valsson, framkvæmdastjóri Suðurorku, er ósáttur við vinnubrögð verkefnastjórnar í sambandi við nýútgefna skýrslu um rammaáætlun.
Í umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag segir hann umhverfisáhrif af nokkrum smærri virkjunum geta verið meiri en af stærri virkjunarkostum. „Það er viðhorf okkar að stórir kostir raðist illa í rammaáætlun. Í henni er ekkert tillit tekið til stærðar virkjunarkostsins, hagkvæmni og loftmengunar,“ segir hann.