Landhelgisgæslan hefur að undanförnu leitað eftir þyrlu til leigu fyrstu mánuði næsta árs meðan TF-LÍF er í skoðun en með því verði tryggt að tvær þyrlur verði jafnan tiltækar á meðan.
Innanríkisráðuneytið segir, að ekki hafi tekist að fá viðunandi lausn á málinu en að því verði unnið áfram þar til lausn fæst.
Ráðuneytið segir, að Landhelgisgæslan hafi um þessar mundir tvær þyrlur í rekstri, TF-LÍF sem er í eigu Gæsunnar, og TF-GNÁ sem er leigð. Fyrir liggi að TF-LÍF fari í umfangsmikla skoðun í janúar á næsta ári sem gæti tekið tvo til þrjá mánuði. Sú skoðun hafði verið áformuð nú í haust en var frestað þar sem ekki þótti viðunandi að aðeins ein þyrla væri til taks í langan tíma.
TF-GNÁ þurfi hins vegar að fara í stutta skoðun í ágúst sem taki fáeinar
vikur.