Heyrúlla braut sér leið inn í fjós

Heyrúllan endaði inn í fjósi.
Heyrúllan endaði inn í fjósi. Mynd/Haukur Marteinsson

Heyrúllur eru talsvert þungar og því getur stafað hætta af þeim ef þær rúlla af stað. Heyrúlla á bænum Kvíabóli í Köldukinn valt í vikunni á fullri ferð niður túnið fyrir ofan bæinn og braut sér leið inn í fjós og stöðvaðist í flórnum.

Frá þessu er sagt á vefnum www.641.is. Enginn var inni í fjósin þegar þetta gerðist nema kýrnar en þær urðu sem betur fer ekki fyrir rúllunni.

Túnið á bænum stendur í talsverðum halla ofan við fjósið, en verið var að heyja þar þegar óhappið átti sér stað. Nokkrar skemmdir urðu á fjósinu eins og sjá má á myndinni.

Fréttin um óhappið

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert