Mikil aukning HIV-sýkingar meðal fíkniefnaneytenda

Harldur Briem sóttvarnalæknir segir að mikil aukning HIV-sýkingar sé meðal fíkniefnaneytenda. Hann segir að af þeim 53 fíkniefnaneytendurm sem hafi greinst frá upphafi hafi 32 greinst á sl. fjórum árum.

Þetta kemur fram í grein sem Haraldur skrifar í Farsóttafréttir Landlæknisembættisins.

Þar segir að frá því að HIV-faraldurinn hafi hafist hér á landi fyrir aldarfjórðungi hafi samtals 269 sjúklingar greinst með sjúkdóminn. Flestir sem greinst hafi séu samkynhneigðir karlmenn, eða 105, gagnkynhneigðir teljast 98, fíkniefnaneytendur séu 53 en þeir sem hafi  aðra áhættuþætti séu 13.

Þá segir að af þeim 53 fíkniefnaneytendum sem greinst hafa frá upphafi hafa 32 greinst á síðastliðnum 4 árum. Einkennandi fyrir hópinn sem sýkst hafi síðustu árin sé tiltölulega hár meðalaldur, eða 34 ára, og ákveðin innbyrðis tengsl margra þeirra sem hafi smitast.

„Hópsýkingin sem gengur yfir um þessar mundir meðal fíkniefnaneytenda kemur ekki með öllu á óvart. Hitt er sérstakt hversu fátíðar HIV-sýkingar hafa lengst af verið. Læknar og aðrir heilbrigðisstarfsmenn töldu ýmis teikn á lofti árið 2007 sem bentu til að sýking meðal fíkniefnaneytenda væri að aukast og mætti skýra hana með meiri hörku og virðingarleysi fyrir eigin heilsu og annarra,“ segir Haraldur.

Þá segir að annað sem einkenni þennan faraldur meðal fíkniefnaneytenda sé að margir þeirra hafi misnotað rítalín með því að sprauta efninu í æð.

Haraldur segir að forvarnir og meðferð HIV-sýkinga meðal fíkniefnaneytenda sé erfiðleikum bundin
 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert