Matvöruverð hækkar

Vörukarfa ASÍ hefur hækkað í flestum verslunarkeðjum um 1-2% frá því í febrúar  nema í Nettó, þar sem vörukarfan lækkaði um 5,2% og í Samkaupum-Úrvali, þar sem hún lækkaði um 3,4%.

Mest hækkaði vörukarfan milli mælinga hjá Samkaupum-Strax, eða um 2%, í Nóatúni um 1,6% og í 11/11 um 1,6%. Kostur neitaði að taka þátt í mælingunni.

Frá síðustu mælingu verðlagseftirlits ASÍ hefur verð hækkað mikið á drykkjarvörum, kjötvörum, brauði, kornvörum og hreinlætis- og snyrtivörum í nánast öllum verslunum.

Í lágvöruverðverslununum hækkaði verð vörukörfunnar mest hjá Krónunni, eða um 1,4%. Segir ASÍ þetta skýrast að stærstum hluta af hækkun á drykkjarvörum (7,3%), hreinlætis- og snyrtivörum (6,6%) og kjötvörum (5,3%).

Í Bónus hækkaði vörukarfan um 0,8% sem skýrist að miklu leyti af hækkun á kjötvörum (8,2%), en á móti kemur lækkun á grænmeti og ávöxtum (-10,8%).

Í Netto lækkuðu allir vöruflokkar í körfunni nema einn en mest lækkuðu kjötvörur, eða um 14,1%, og brauð og kornmeti um 5,4%.

Vefur ASÍ

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert