Milt og gott veður um helgina

Sumarblíða á ströndinni við Holtsbryggju í Önundarfirði í dag.
Sumarblíða á ströndinni við Holtsbryggju í Önundarfirði í dag. mbl.is/Hlynur St.

Landsmenn ættu að geta tekið gleði sína því Veðurstofa Íslands spáir mildu og góðu helgarveðri um land allt. Hiti verður á bilinu 10-18 stig og verður hlýjast á landinu sunnan- og vestanverðu og inn til landsins

Kristín Hermannsdóttir veðurfræðingur segir í samtali við mbl.is að spáin líti vel út um helgina, en hún er nokkuð samhljóma fyrir laugardag og sunnudag. Hæg austlæg eða breytileg átt en þoka muni líklega gera vart við sig hér og þar á landinu. Þá má búast við síðdegisskúrum á stöku stað á Suður- og Suðvesturlandi.

Útlit er fyrir að það verði sólríkt um helgina en Kristín bendir á að það sé erfitt að spá fyrir um hvernig skýin muni haga sér. Veðurfræðingar ráði nú lítið við þau.

Eftir helgi snýst í sunnanátt og þá má búast við úrkomu á Suðvesturlandi um miðja næstu viku, en á sama tíma er útlit fyrir blíðviðri á Norður- og Austurlandi.

Veðurstofa Íslands spáir norðaustan og austan 3-8 metrum á sekúndu í dag. Bjart með köflum vestanlands, annars skýjað og víða dálítil súld við ströndina. Stöku skúrir á Suðurlandi síðdegis. Hiti 7 til 17 stig, hlýjast vestatil en svalast á annesjum norðan- og austanlands. Léttir heldur til á morgun, en skýjað og smávæta um tíma á Austurlandi.

Margir sleiktu sólskinið á Austurvelli í Reykjavík í gær.
Margir sleiktu sólskinið á Austurvelli í Reykjavík í gær. mbl.is/Eggert
Veðrið lék við borgarbúa í gær og margir lögðu leið …
Veðrið lék við borgarbúa í gær og margir lögðu leið sína á Austurvöll til að njóta blíðunnar, þar sem þessi ljósmynd var tekin í gær. Að sögn Veðurstofunnar er helgarspáin góð. mbl.is/Eggert
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert