Sér fram á gjaldþrot

Jón Bjarki Magnússon.
Jón Bjarki Magnússon. mbl.is/Golli

Blaðamaðurinn Jón Bj­arki Magnússon, sem Héraðsd­ó­m­ur Rey­kj­aví­kur dæÂ­m­di í dag til greiðslu skaðabóta vegna ærum­eiðinga, seg­ir að hann verði mög­u­lega að lýsa sig gj­aldþrota í kjölf­ar dóm­s­ins, sem hann gagnrýnir harðlega.

Honum er gert að greiða 500.000 kr. í skaðabæt­ur til Kim Gram La­u­rs­en vegna um­m­æla sem bi­rt­ust í frétt í DV í nóvem­ber sl. Þá skal Jón Bj­arki greiða verjanda La­u­rs­en 750.000 kr. í máls­k­ostnað.

Í greini­nni var La­u­rs­en nafng­reind­ur og var því m.a. ha­ldið fram að hann hefði ofsótt íslen­ska barns­móður sína og þrjár dæt­ur, og að hann hafi beitt þær bæði líka­mlegu og andlegu of­b­eldi.

Jón Bj­arki hef­ur sent frá sér yf­ir­lýs­ingu vegna máls­ins. Þar kem­ur fram að heildar­upphæðin sams­va­ri nær hálfs árs la­unum fy­r­ir sta­rf sitt hjá DV. 

„Undanfarin ár hef ég stundað nám við Hásk­óla Íslands og sta­r­fað hjá DV í hluta­sta­r­fi. Eins og gef­ur að skilja er óm­ög­u­legt fy­r­ir mig að reiða af hendi slíka upphæð og ef svo fer sem horfir mun ég að öllum líkindum lýsa mig gj­aldþrota,“ seg­ir Jón Bj­arki.

Þá seg­ir hann að dó­m­u­rinn komi sér ekki á óva­rt. Dóm­af­ord­æÂ­mi hafi sýnt að blaðamönnum á Íslandi hafi verið gert að reiða af hendi háar fjár­hæðir fy­r­ir að hafa orðrétt eftir viðmælendum sínum.


mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert