Besta útihátíðin fer vel af stað

Umferðin á leið frá höfuðborgarsvæðinu síðdegis í dag.
Umferðin á leið frá höfuðborgarsvæðinu síðdegis í dag. Ernir Eyjólfsson

Það stefnir í að Besta útihátíðin standi undir nafni, að sögn lögreglunnar á Hvolsvelli. Mikil umferð hefur verið í átt að hátíðinni, sem er haldin á Gaddstaðaflötum við Hellu, en hún umferðin hefur gengið vel fyrir sig.

Linda Einarsdóttir, einn aðstandenda Bestu útihátíðarinnar, sagði í samtali við mbl.is rétt fyrir hálf átta í kvöld, að um tveggja kílómetra biðröð hefði myndast við innkeyrsluna inn á svæðið. „Fólk byrjaði að mæta klukkan 11 í morgun, það hefur verið stanslaus röð í allan dag, en síðan fór að fjölga verulega um fimm leytið,“ segir Linda.

Hún giskaði á að um 3000 manns væru þá komnir inn á svæðið og segir allt hafa farið vel fram. „Við erum með yfirdrifið af gæslu og lögreglan er hérna líka.“



mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert