Vindorkuver gagnsett á morgun

Vindmyllan á Belgsholti.
Vindmyllan á Belgsholti. mbl.is/Helgi Bjarnason

Fyrsta vindorkuver landsins verður ræst með formlegum hætti klukkan 2 á morgun en það er á Belgsholti í Melasveit.

Fram kemur á vef Skessuhorns, að Haraldur Magnússon, bóndi, hafi síðan í september  unnið að smíði vindmyllu til rafmagnsframleiðslu og verði hún tengd inn á dreifikerfi Landsnets en Fallorka kaupir þá raforku sem Haraldur notar ekki til búrekstrarins. 

Smíði og rekstur vindmyllunnar er samstarfsverkefni ýmissa aðila en gert er ráð fyrir að miðað við meðalvind upp á 10 metra á sekúndu muni myllan framleiða 30 kW.

Uppsetning heimasíðu er í vinnslu tengd verkefninu og hvetur Haraldur  áhugasama til að fylgjast með gangi verkefnisins á www.belgsholt.is  Stefnt er á að heimasíðan verði einnig opnuð á morgun. 

Vefur Skessuhorns 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka