Engin merki um gos

Hlaupið hefur farið víða um sandinn.
Hlaupið hefur farið víða um sandinn. mbl.is/Jónas Erlendsson

Jarðvís­inda­menn sem flugu yfir Mýr­dals­jök­ul í morg­un sáu sprung­ur í tveim­ur sig­kötl­um syðst í Mýr­dals­jökli. Eng­in merki voru um gos í jökl­in­um. Ein­ar Kjart­ans­son jarðeðlis­fræðing­ur tel­ur senni­leg­ast að hlaupið í Múla­kvísl sé búið.

Jarðvís­inda­menn flugu yfir Mýr­dals­jök­ul í morg­un. Skýjað var yfir jökl­in­um, en vís­inda­mönn­um tókst þó að sjá niður í Kötlu­öskj­una.

„Það eru merki um hlaup úr tveim­ur sig­kötl­um syðst í Kötlu­öskj­unni og merki um hreyf­ingu víðar,“ sagði Ein­ar.

Hlaupið sem kom í Múla­kvísl í nótt kom úr Höfðabrekku­jökli og seg­ir Ein­ar að jök­ull­inn sé tals­vert brot­inn þar sem hlaupið kom fram. Jök­u­lís sé strandaður nokkuð víða sem bendi til að það sé að draga úr hlaup­inu.

Ein­ar seg­ir að eng­in merki hafi sést um eld­gos í Kötlu. Hann vill þó ekki úti­loka að eld­gos geti hafa haf­ist í nótt. Sjálf­virk­ir óróa­mæl­ar Veður­stof­unn­ar sýni breyt­ing­ar sem geti bent til að lítið eld­gos hafi haf­ist í nótt. Ein­ar seg­ir það þó alls ekki víst að gos sé hafið.

„Senni­leg­ast er að þetta hlaup sé búið, við fylgj­umst áfram vel með því sem er að ger­ast.“

Jarðvís­inda­menn skoðuð Mýr­dals­jök­ul á miðviku­dag­inn, en þá sáust eng­in merki um jarðhrær­ing­ar í jökl­in­um. Mæl­ar gáfu hins veg­ar til kynna óróa og því hef­ur vel verið fylgst með Mýr­dals­jökli síðustu daga.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert