Ferðamenn fari með varúð um svæðið

Ferðamenn eru beðnir um að fara með varúð í nágrenni …
Ferðamenn eru beðnir um að fara með varúð í nágrenni Mýrdalsjökuls. mbl.is/Jónas Erlendsson

Íris Marelsdóttir, upplýsingafulltrúi í Samhæfingarmiðstöð, segir að þau skilaboð sem send eru til ferðamanna í nágrenni við Mýrdalsjökul séu að halda áfram ferðinni en að fara með varúð og fylgjast með fréttum.

Fundur var í Samhæfingarmiðstöð fyrir hádegi með aðilum í ferðaþjónustu. Hún segir að lokun hringvegarins hafi mikil áhrif á ferðaþjónustuna. Eins og staðan sé núna hafi ekki verið talin ástæða til að beina því til ferðamanna að yfirgefa svæðið. Það sé hins vegar mikilvægt að fara með varúð og reyna að fylgjast með fréttum af hlaupinu.

Fundur verður í Samhæfingarmiðstöð með Vegagerðinni síðdegis. Íris segir það áfall að brúin skyldi fara og menn séu að reyna átta sig á hvernig brugðist verði við þessari stöðu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert