Einn af þeim möguleikum sem verður til umræðu á fundi með Vegagerðinni sem hefst í Samhæfingarmiðstöð kl. 16 er að styrkja Fjallabaksleið, en talið er að það geti tekið vikur að byggja nýja brú yfir Múlakvísl.
Fjallabaksleið var opnuð fyrir nokkrum dögum, en hún er aðeins fær vel útbúnum bílum. Ekki er talið að hægt sé að leyfa þungaflutning um veginn eins og hann er núna.
Sá möguleiki er hins vegar í stöðunni að styrkja veginn meðan verið er að byggja nýja brú yfir Múlakvísl.