Samráðshópur um nýtingu helstu nytjafiska hefur komist að þeirri niðurstöðu að nauðsynlegt sé að skoða aflareglu fyrir fleiri tegundir en þorsk og loðnu við úthlutun aflaheimilda.
Í fréttaskýringu í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að Hafrannsóknastofnun hafi verið með í undirbúningi aflareglu fyrir ufsa og ýsu.
Vísar stofnunin til góðrar reynslu af aflareglu í þorski sem snýst um að aflamark síðasta árs vegi til helmings á móti 20% af viðmiðunarstofni og með henni hafi tekist að byggja upp sterka þorskstofna.
Skúli Skúlason, rektor Háskólans á Hólum og formaður samráðshópsins, segir hann bendi meðal annars á að það sé alþjóðleg stefna að taka upp aflareglu í sem flestum tegundum með tilliti til sjálfbærrar þróunar.