Myndir af sigkötlunum

Greinileg merki eru um hlaupið í sigkötlunum.
Greinileg merki eru um hlaupið í sigkötlunum. Ljósmynd/Landhelgisgæslan

Myndir sem Landhelgisgæslan tók í dag sýna að jökullinn er mjög sprunginn í sigkötlunum, en hlaupið sem kom fram í Múlakvísl kemur úr þeim.

Sigkatlarnir eru í syðri hlut Kötluöskjunnar. Askjan er eingin smásmíði, en hún hefur myndast þegar þak kvikuþróarinnar hrundi í kjölfar stórs sprengigoss. Askjan er um 80 ferkílómetrar að stærð, um 10 kílómetrar að breidd og 500- 600 metra djúp, umkringd af fjöllum, allt að 1300 metra háum.

Þykkur ís liggur yfir öskjunni, en það er hann sem gerir Kötlu að einu hættulegast eldfjalli á Íslandi. Ef stórt eldgos verður í Kötlu er gríðarlegt magn íss sem eldfjallið getur brætt og þetta vatn kemur undan jöklinum og skapar mikla hættu fyrir fólk sem er í nágrenni jökulsins.

Katla gaus síðast árið 1918, en það gos var mjög stórt. 

Ljósmynd/Landhelgisgæslan
Ljósmynd/Landhelgisgæslan
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert