Tekur vikur að byggja nýja brú

Brúin yfir Múlakvísl er farin í hlaupi.
Brúin yfir Múlakvísl er farin í hlaupi. mbl.is/Jónas Erlendsson

Vegagerðin telur að lokun hringvegar gæti staðið yfir í tvær til þrjár vikur en eins og staðan er metin í dag er það sá tími sem tekur að gera við brúna yfir Múlakvísl.

Brúin yfir Múlakvísl er farin vegna hlaups en hún var 128 metrar að lengd, byggð 1990. Hægt er að aka um nýopnaðar fjallabaksleiðir en þær eru eingöngu færar jeppum og stærri bílum. Fólksbílar og stórar vagnlestir ættu að varast að aka leiðarnar.

„Við erum að skoða hvaða aðferðir eru til að koma umferð á. Það er ljóst að byggja þarf bráðabirgðabrú en það getur tekið tvær til þrjár vikur,“ segir Hreinn Haraldsson vegamálastjóri.

Að sögn Hreins verður farið frekar yfir stöðu mála í dag og fylgst með hvernig aðstæður þróast. Ekki verður ráðist í aðgerðir á meðan á óvissuástandi stendur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert