Besta útihátíðin tókst með ágætum

Vefsíða Bestu útihátíðarinnar.
Vefsíða Bestu útihátíðarinnar.

„Þetta gekk vel fyr­ir sig, eft­ir því sem við best vit­um voru all­ir ánægðir og glaðir og við vor­um meira og minna laus við allt vesen,“ seg­ir Sig­mund­ur Lárus­son, einn aðstand­enda Bestu úti­hátíðar­inn­ar  sem var hald­in á Gaddstaðaflöt­um við Hellu um helg­ina.

„Að vísu komu upp nokkuð mörg fíkni­efna­mál, en það helg­ast kannski eitt­hvað af því að það var svo ströng gæsla og það voru þrír fíkni­efna­hund­ar á svæðinu til að leita.“

Lög­regl­an á Hvols­velli tek­ur í sama streng og seg­ir að meiri­hluti þeirra fíkni­efna sem fund­ust hafi verið kanna­bis­efni og að magnið bendi til þess að það hafi í all­flest­um til­vik­um verið ætlað til einka­neyslu. Ekk­ert kyn­ferðis­brot hef­ur verið kært á hátíðinni. Nokkuð var um minni­hátt­ar pústra, en gæsla og lög­regla lögðu áherslu á að stöðva slík áflog, áður en þau kæm­ust á al­var­legt stig og tókst það með ágæt­um, að sögn lög­reglu.

Hátíðargest­ir eru nú að taka sam­an fögg­ur sín­ar, en til­tekt er haf­in á svæðinu og verið er að taka niður sviðið. Lög­regl­an á Hvols­velli býður þeim sem hyggja á að setj­ast und­ir stýri að blása í áfeng­is­mæli og var röð í mæl­inn um klukk­an tvö í dag.

Sig­mund­ur seg­ir að um 8500 miðar hafi selst á hátíðina. „En það voru tals­vert fleiri á svæðinu, starfs­fólk, gæsla, lög­regla og skemmtikraft­ar voru lík­lega alls á bil­inu 800-1000. Þannig að það voru hátt í 10.000 manns, þegar mest var.“


mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert