Hugsanlegt að ferja bílana yfir

Heimamenn segja ekki hægt að hafa veginn lokaðann út júlí.
Heimamenn segja ekki hægt að hafa veginn lokaðann út júlí. mbl.is/Jónas Erlendsson

Sveitarstjórnir Mýrdalshrepps og Skaftárhrepps krefjast þess að  þjóðvegur 1 við Múlakvísl verði orðinn opinn allri umferð fyrir næstu helgi. Þær benda á þá leið að ferja bíla yfir ána.

„Í ljósi þeirra miklu áfalla sem dunið hafa yfir samfélögin á undanförnum mánuðum af völdum náttúruhamfara, nú síðast hlaupið í Múlakvísl sem lokar hringveginum um óákveðin tíma, skora sveitarstjórnirnar á samgönguyfirvöld að ráðast nú þegar í úrbætur svo vegurinn verði opnaður eða bílar ferjaðir yfir á allra næstu dögum. Slíkt var gert fyrir 50 árum og hlýtur að vera mögulegt með nútíma tækjakosti á 21. öldinni.
Lokun sem þessi hefur víðtæk áhrif á samfélagið allt og ekki síst ferðaþjónustuna sem byggir ársafkomu sína að miklu leiti á þeim vikum sem framundan eru.

Nú þegar hefur ferðaþjónustan og störf tengd henni skaðast mikið.
Hringvegurinn er lífæð þessara sveitarfélaga og í ljósi þeirra náttúruhamfara sem dunið hafa yfir samfélögin síðustu mánuði, er ljóst að til viðbótar við það, er hrun ferðaþjónustunnar mikið áfall.
 
Þá er öryggi íbúa einnig ógnað þar sem sjúkrabílar á svæðinu eru ekki þannig útbúnir að þeir geti flutt sjúklinga yfir Fjallabaksleið. Þyrla þyrfti skilyrðislaust að  vera til staðar á svæðinu á meðan vegasamband er rofið,“ segir í ályktun sveitastjórnanna.

Fyrr í dag sendu Samtök ferðaþjónustunnar frá sér yfirlýsingu þar sem segir að neyðarástand muni skapast í ferðaþjónustunni ef þjóðvegur 1 verði lokaður við Múlakvísl í 2-3 vikur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert