Jón Gunnarsson alþingismaður vill hefja ferjuflutninga yfir Múlakvísl sem allra fyrst. Hann bendir á að þetta hafi verið gert árið 1990 þegar einn stöpull brúarinnar gaf sig og það ætti að vera hægt að leysa þetta með sama hætti nú.
Björgunarsveitin í Vík á mjög öflugan trukk sem notaður var við þessa ferjuflutninga á minni bílum árið 1990. Hann er svo til tilbúinn í verkið og getur tekið 3 fólksbíla í ferð.
Við getum ekki látið íbúa austan við Múlakvísl búa við það að komast ekki leiðar sinnar í allt að 3 vikur og allt of mikið er undir hjá ferðaþjónustunni til að hægt sé að bíða í þennan tíma.
Lausnin er til og allur sá tækjabúnaður sem til þarf er á svæðinu,“ segir Jón.