Í meðfylgjandi myndskeiði má glöggt sjá skemmdirnar sem urðu á brúnni yfir Múlakvísl þegar hlaup í ánni hreif brúna með sér í gærmorgun.
Vegavinnutæki hafa þegar hafið vinnu við Múlakvísl, við undirbúning á gerð bráðabirgðabrúar.
Verið er að undirbúa flutning á efni í brúna, meðal annars frá Selfossi.
Ferðamenn eru hvattir til að fara með varúð um svæðið. Fjallabaksleið var opnuð fyrir nokkrum dögum, en hún er aðeins fær vel útbúnum bílum.