Tók 5-6 daga að opna 1996

Sigurður Ingi Jóhannsson, þingmaður Framsóknarflokksins.
Sigurður Ingi Jóhannsson, þingmaður Framsóknarflokksins. mbl.is

Sigurður Ingi Jóhannsson, alþingismaður Framsóknarflokksins, vill að kannað verði kostir þess að gera vað og ferja bíla yfir Múlakvísl. Hann segir óásættanlegt að það taki 2-3 vikur að brúa ána og bendir á að eftir Skeiðarárhlaupið 1996 hafi verið búið að opna veginn eftir 5-6 daga.

Sigurður Ingi segir að náttúruöflin séu enn og aftur að setja verulegt strik í reikninginn hjá ferðaþjónustunni en margir hafi horft til þess að hún myndi blómstra í sumar.

Hann segir að ríkisstjórn og Vegagerð virðist hafa brugðist fljótt við og margt sé komið í gang og sé það þakkarvert, en ekki sé hægt að sætta sig að það taki 2-3 vikur að koma á vegtengingu.

Sigurður Ingi vill að flýta gerð bráðabirgðabrúar á Múlakvísl sem allra allra mest. Í öðru lagi þurfi að kanna samhliða kosti þess að gera vað og ferja bíla yfir. Í þriðja lagi þurfi að setja fjármuni og tæki í að laga og halda Fjallabaki-nyrðra í sem bestu ásigkomulagi. Í fjórða lagi þurfi að tryggja  öryggi íbúa eins sjúkraflutninga og gefa út yfirlýsingu þess efnis.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert