„Þetta þótti ekkert mál á þessum tíma,“ segir Guðrún Lárusdóttir sem sendi mbl.is mynd af trukki að ferja bíla yfir Múlakvísl árið 1990, en þá lokaðist brúin þegar einn stöpull brúarinnar féll niður.
Guðrún bjó á þessum tíma á Kirkjubæjarklaustri. Hún þurfti að komast í skólann og fór þá með trukkinum sem var við ána og ferjaði þá yfir sem leið áttu um veginn. Hún segir að þetta hafi gengið ágætlega.
Guðrún sagði að í dag væru til öflugri trukkar en menn áttu fyrir 20 árum og það hlyti að vera hægt að fara með 2-3 þrjá trukka að ánni og tryggja þannig að hægt væri að komast yfir hana. Hún sagðist hafa mikla samúð með þeim sem starfa í ferðaþjónustunni og sjá fram á mikið tjón vegna lokunnar þjóðvegar 1 við Múlakvísl.