Vilja fund í iðnaðarnefnd

Jón Gunnarsson, Ragnheiður Elín Árnadóttir og Bjarni Benediktsson, þingmenn Sjálfstæðisflokks.
Jón Gunnarsson, Ragnheiður Elín Árnadóttir og Bjarni Benediktsson, þingmenn Sjálfstæðisflokks. mbl.is/Heiðar Kristjánsson

Jón Gunnarsson alþingismaður hefur ítrekað beiðni um að haldinn verði fundur í iðnaðarnefnd vegna málefna Drekasvæðisins. Jón furðar sig á að ekkert svar hafi borist frá formanni nefndarinnar en erindið var sent fyrir viku.

Jón, Tryggvi Þór Herbertsson og Gunnar Bragi Sveinsson hafa óskað eftir að fundur yrði boðaður í iðnaðarnefnd vegna málefna Drekasvæðisins. Þingmennirnir telja nauðsynlegt að nefndin komi saman í ljósi þeirrar umræðu sem um málið var eftir að þingið lauk störfum í sumar, en fram hefur komið að málið muni tefjast vegna þess að ekki hafi verið lokið við lagasetningu áður en þingi var frestað í vor.

Jón furðar að ekki skuli hafa borist svör frá formanni iðnaðarnefndar. „Ég man ekki eftir því að beiðni þingmanna um nefndarfund sé hunsuð með slíkum hætti,“ segir Jón.

Samkvæmt lögum um þingsköp að skylt sé að boða til fundar ef 3 eða fleiri þingmenn óska þess.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert