Bráðabirgðabrúin vestar en gamla brúin

Múlakvísl.
Múlakvísl. mbl.is/Jónas Erlendsson

Bráðabrigðabrú­in, sem reisa á yfir Múla­kvísl, verður 150-160 metra löng en ekki er talið ráðlegt að minnka vatns­opið frá því sem það er núna. Brú­in verður vest­an við gömlu brúna.

Vega­gerðin seg­ir, að báðir brú­ar­vinnu­flokk­ar Vega­gerðar­inn­ar komi á staðinn í dag með lið sitt og búnað. Bætt verði við mann­skap eft­ir þörf­um. Nú þegar sé unnið í jarðvinnu á svæðinu, m.a. fyll­ingu svo hægt sé að vinna á svæðinu og við að losa á grjót í rof­varn­ir.

Allt efni, sem þarf til að byggja brúna, er til,  þ.e. stál­bit­ar og timb­ur og er verið að flytja það á staðinn. Hluti tækja er kom­inn aust­ur og það sem vant­ar af tækj­um er á leiðinni. 

Þá er verið að bæta í veg­ina bæði á Fjalla­bak­sleið nyrðri og Dóma­dals­leið og eru tæki á staðnum. Vega­gerðin seg­ir, að hraður akst­ur gæti þó farið illa með veg­ina og vöð en sett­ar verði upp merk­ing­ar um 60 km há­marks­hraða og 5 km leiðbein­andi hraða við vöð. Öxulþungi verður tak­markaður við 7 tonn á báðum veg­um. Veg­in­um verður haldið við. Björg­un­ar­sveit­ir eru á Fjalla­bak­sleið.

Stjórn­völd hafa heim­ilað Vega­gerðinni að flytja fólk yfir vað á Múla­kvísl á vöru­bif­reið eða sér­út­bú­inni rútu og einnig að flytja bíla yfir með vöru­bif­reiðum. Bíl­ar eru komn­ir á staðinn og hefjast flutn­ing­ar inn­an skamms eða um leið og vað verður til­búið. Björg­un­ar­sveit­ir munu skipu­leggja ferðirn­ar yfir kvísl­ina en Vega­gerðin sér um vaðið og held­ur því við.

Vega­gerðin ber kostnaðinn af þess­um flutn­ingi sem verður al­menn­ingi að kostnaðarlausu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert