Byrjað að ferja bíla

Trukkurinn, sem notaður er til að flytja ferðamenn yfir Múlakvísl.
Trukkurinn, sem notaður er til að flytja ferðamenn yfir Múlakvísl. mbl.is/Eggert

Byrjað er að ferja bíla yfir Múla­kvísl en björg­un­ar­sveit­in Víkverji sér um að flytja bíla yfir ána fyr­ir bíla­leig­urn­ar. Fyrr í dag var byrjað að ferja ferðamenn yfir Múla­kvísl­ina. Hafa flutn­ing­ar, bæði á fólki og bíl­um, gengið vel.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Vega­gerðinni bíður nokk­ur fjöldi fólks eft­ir að kom­ast yfir ána í rút­ur. Rúta og tveir trukk­ar eru fyr­ir aust­an til að ferja fólk og bíla yfir á vaði.

Útbú­in hafa verið plön beggja vegna þar sem hægt er að aka bíl­um beint á vöru­bíl­spall.  Miðað er við að ferja yfir ána til að minnsta kosti 22:00 í kvöld og jafn­vel til miðnætt­is,

Vöru­bíl­arn­ir geta tekið alla venju­lega bíla. Fært er fyr­ir stærri fjór­hjóla­drifs­bíla um Fjalla­bak­sleið nyrðri, seg­ir í til­kynn­ingu frá Vega­gerðinni.

Reynsla á eft­ir að koma á þenn­an ferðamáta en júlí­um­ferðin á þessu svæði er um 1.000-1.200 bíl­ar á sól­ar­hring. Um 10 mín­út­ur tek­ur að koma bíl fyr­ir vaðið þannig að ljóst er að ef um­ferð verður mik­il gæti orðið tölu­verð bið á því að kom­ast yfir Múla­kvísl. Þó má bú­ast við að hægt verði að anna um 25-35 pró­sent af venju­bund­inni um­ferð með þess­um hætti.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert