Fólksflutningar yfir Múlakvísl

Byrjað var að flytja fólk og farartæki yfir Múlakvísl á fimmta tímanum í dag. 40 manna þýskur hertrukkur í eigu The Traveling Viking var notaður til að flytja fólkið, en vörubílar fluttu bíla fyrir fólk yfir ána.

Starfsmenn Vegagerðarinnar mættu á svæðið seinni partinn í dag með búnað og efni til þess að hefja smíði nýrrar brúar, sem byrjað verður á nú í kvöld. Þá voru starfsmenn Suðurverks í óðaönn að moka sandi og möl upp að þjóðveginum þar sem flóðið gróf frá og undan honum.

Flestir ferðamenn tóku farartálmanum vel og voru ekki ósáttir við að lenda í dálitlu ævintýri, einhverjir tóku þessu þó af meiri alvöru og kusu að snúa frekar við og fara fjallabaksleið.

Íbúar á Suðurlandi vilja að ný brú verði reist á sem skemmstum tíma og telja það ótækt að verkið eigi að taka meira en nokkra daga. Vegagerðin hefur í dag sagt að smíði nýrrar brúar til bráðabirgða geti tekið 10 daga.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert