Fons sagt koma að peningaþvætti

Pálmi Haraldsson
Pálmi Haraldsson mbl.is/Þorkell

Fram kemur í kanadíska dagblaðinu Gazette í maí að stjórnendur fyrirtækisins Pace Associates, sem eignarhaldsfélag Pálma Haraldssonar, Fons, lánaði þrjá milljarða króna, hafi tekið þátt í peningaþvætti fyrir Arnoldo Aleman. Hann var forseti Nikaragua 1997 til 2002 er Daniel Ortega tók við.

Eitt fyrirtækjanna sem nýtt hefur sér þjónustu Pace segir ráðamenn þess, Francis Perez og Leticia Montoya, vera í forsvari fyrir yfir tvö þúsund fyrirtæki í Panama þar sem Pace er skráð. Lán Fons til Pace var afskrifað í bókhaldinu sama dag og skrifað var undir samninginn. Greiða átti lánið til baka í apríl 2010 en engar greiðslur hafa borist.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að skiptastjóri félagsins, Óskar Sigurðsson, íhugi að höfða skaðabótamál gegn stjórnarmönnum Fons vegna millifærslunnar, en stjórnarmenn Fons vísi skaðabótaábyrgð á bug. Ekki náðist í Pálma Haraldsson, fyrrverandi meirihlutaeiganda í Fons, vegna fréttarinnar.

Blaðamaðurinn fullyrðir að félag þeirra Perez og Montoya hafi ásamt öðrum verið notað til að þvo peninga fyrir Aleman. Hann var árið 2003 dæmdur í 20 ára fangelsi fyrir margvísleg og afar skrautleg fjársvik upp á milljarða dollara en hæstiréttur landsins ógilti dóminn árið 2009, flestum til furðu.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert