Fram kemur í kanadíska dagblaðinu Gazette í maí að stjórnendur fyrirtækisins Pace Associates, sem eignarhaldsfélag Pálma Haraldssonar, Fons, lánaði þrjá milljarða króna, hafi tekið þátt í peningaþvætti fyrir Arnoldo Aleman. Hann var forseti Nikaragua 1997 til 2002 er Daniel Ortega tók við.
Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að skiptastjóri félagsins, Óskar Sigurðsson, íhugi að höfða skaðabótamál gegn stjórnarmönnum Fons vegna millifærslunnar, en stjórnarmenn Fons vísi skaðabótaábyrgð á bug. Ekki náðist í Pálma Haraldsson, fyrrverandi meirihlutaeiganda í Fons, vegna fréttarinnar.
Blaðamaðurinn fullyrðir að félag þeirra Perez og Montoya hafi ásamt öðrum verið notað til að þvo peninga fyrir Aleman. Hann var árið 2003 dæmdur í 20 ára fangelsi fyrir margvísleg og afar skrautleg fjársvik upp á milljarða dollara en hæstiréttur landsins ógilti dóminn árið 2009, flestum til furðu.