„Öfug röð ekki vænleg til árangurs“

Ögmundur Jónasson virðir skemmdirnar fyrir sér við Múlakvísl.
Ögmundur Jónasson virðir skemmdirnar fyrir sér við Múlakvísl. mbl.is/Jónas Erlendsson

„[T]raust­vekj­andi [var] að fylgj­ast með fum­laus­um og mark­viss­um viðbrögðum Vega­gerðar­inn­ar strax og frétt­ir bár­ust af því að hring­veg­ur­inn hefði rofnað við hlaup í Múla­kvísl,“ seg­ir Ögmund­ur Jónas­son, inn­an­rík­is­ráðherra, í pistli á vefsvæði sínu. Hann seg­ir gagn­rýni á Vega­gerðina und­an­tekn­ingu frá regl­unni.

Ögmund­ur bend­ir á að að kallaðir hafi verið út menn úr sum­ar­fríi, hvort sem þeir voru voru í hesta­ferð, sól­ar­landa­ferð eða ann­ars staðar. „Þá var at­hygl­is­vert að sjá að í birgðastöðvum Vega­gerðar­inn­ar er að finna stál­bita og annað bygg­ing­ar­efni sem sér­stak­lega hef­ur verið haldið til haga til að grípa til við aðstæður sem þess­ar.“

Þá vís­ar Ögmund­ur til frétta­til­kynn­ing­ar inn­an­rík­is­ráðuneyt­is þar sem gagn­rýni á Vega­gerðina er svarað. „Sú gagn­rýni er hins veg­ar und­an­tekn­ing­in frá regl­unni því í mín eyru ljúka flest­ir - og all­ir sem til þekkja - upp lofs­orði á fram­göngu Vega­gerðar­inn­ar. Ýmsir vildu sjá gröf­ur að verki frá fyrstu mín­útu. Miklu meira er hins veg­ar um vert að fram­kvæmdaaðilar leggi skipu­lega niður fyr­ir sér hvernig vinna eigi verkið og síðan sé fram­kvæmt. Þá rís brú sem held­ur. Öfug röð er ekki væn­leg til ár­ang­urs.“

Vefsvæði Ögmund­ar

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert