Jóhanna fundaði með Merkel

Angela Merkel og Jóhanna Sigurðardóttir kanna heiðursvörð við þinghúsið í …
Angela Merkel og Jóhanna Sigurðardóttir kanna heiðursvörð við þinghúsið í Berlín í morgun. Reuters

Jó­hanna Sig­urðardótt­ir, for­sæt­is­ráðherra, er nú stödd í op­in­berri heim­sókn í Þýskalandi í boði Ang­elu Merkel, kansl­ara lands­ins. Þær funduðu í morg­un í Berlín og ræddu síðan við blaðamenn að því loknu.

Jó­hanna bauð Merkel í heim­sókn til Íslands sem fyrst.

Merkel var á blaðamanna­fund­in­um einkum spurð um stöðu efna­hags­mála á Ítal­íu en áhyggj­ur hafa auk­ist af því að landið kunni að lenda í erfiðleik­um með að standa skil á af­borg­un­um af lán­um sín­um.

Hef­ur Merkel hvatt ít­alska þingið til þess að samþykkja áform þarlendra stjórn­valda um aðhaldsaðgerðir til þess að reyna að forða því.

„Ísland er gott dæmi um það, þegar víðtæk­ar end­ur­bæt­ur leiða hratt til góðrar niður­stöðu," sagði Merkel á blaðamanna­fund­in­um.  

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá for­sæt­is­ráðuneyt­inu ræddu þær Jó­hanna og Merkel meðal ann­ars um samn­ingaviðræður Íslands um aðild að Evr­ópu­sam­band­inu, orku­mál og norður­slóðamál. Einnig hafi sér­stak­lega verið rætt um menn­ing­ar­sam­skipti ríkj­anna, en Ísland verður heiðurs­gest­ur á bóka­mess­unni í Frankfurt í októ­ber næst­kom­andi og muni ná­lægt 180 ís­lensk­ar bæk­ur og bæk­ur um Ísland, koma út á þýsku af þessu til­efni. 

Á blaðamanna­fund­in­um lýsti Jó­hanna ánægju sinni með, að Þýska­land hefði sett sér skýra stefnu í orku­mál­um og hygðist auka hlut end­ur­nýj­an­legr­ar orku. Hún  þakkaði fyr­ir hvatn­ing­ar­orð kansl­ar­ans varðandi ár­ang­ur­inn sem náðst hefði á Íslandi í efn­hags­mál­um og stuðning Þýska­lands í aðild­ar­viðræðuferl­inu.

Þá sagði Jó­hanna, að Ísland væri stolt og þakk­látt fyr­ir að vera í heiðurssessi á bóka­mess­unni í Frankfurt, fyrst nor­rænu ríkj­anna. Auk­inn áhugi á menn­ingu og sögu Íslands væri þakk­arverður og auk­in sam­skipti myndu efla enn frek­ar vin­arþelið milli þjóðanna. 

Jóhanna Sigurðardóttir og Angela Merkel í Berlín í dag.
Jó­hanna Sig­urðardótt­ir og Ang­ela Merkel í Berlín í dag. Reu­ters
Angela Merkel og Jóhanna Sigurðaradóttir.
Ang­ela Merkel og Jó­hanna Sig­urðara­dótt­ir. Reu­ters
Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, og Angela Merkel, kanslari Þýskalands.
Jó­hanna Sig­urðardótt­ir, for­sæt­is­ráðherra, og Ang­ela Merkel, kansl­ari Þýska­lands. Reu­ters
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert