Gestir Bestu útihátíðarinnar skildu ýmsar eigur sínar eftir á tjaldstæðinu á Gaddstaðaflötum við Hellu þar sem hátíðin fór fram.
Meðal þeirra muna, sem lögreglan á Hvolsvelli hefur í fórum sínum, eru símar, peningaveski, töskur, fatnaður, útilegubúnaður og mikið magn bíllykla og þykir lögreglu það sæta nokkurri furðu hvernig fólk komst á brott af svæðinu án bíllykla.
Eitthvað er um að fólk hringi eða komi til lögreglunar til að grennslast fyrir um eigur sínar.
Mörg tjöld voru einnig skilin eftir á svæðinu. Að sögn lögreglu eru mörg þeirra afar vönduð og með ólíkindum að þau hafi verið skilin eftir viljandi.