Mikið annríki er nú í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar en allt stefnir í að metfjöldi báta og skipa verði á sjó samkvæmt fréttatilkynningu. Fram kemur að samtals séu nú 962 bátar í fjareftirliti hjá Gæslunni.
Þá barst Landhelgisgæslunni aðstoðarbeiðni um klukkan níu í morgun frá fiskibát með þrjá menn innanborðs sem voru við veiðar við Svefneyjar en þeir höfðu fengið veiðarfæri í skrúfuna.
Fram kemur að gott veður sé á svæðinu en mikil þoka. Mennirnir hafi sett úr akkeri og bíði nú aðstoðar. Haft hafi verið samband við nærstadda báta og björgunarsveitir á svæðinu.
Ennfremur barst Landhelgisgæslunni beiðni um aðstoð þyrlu frá lækni á Kirkjubæjarklaustri vegna alvarlegra veikinda og var þyrluáhöfn samstundis kölluðu út. Er reiknað með að þyrlan lendi nú eftir nokkra mínútur eða um 10:15.