Segja neyðarástand í Mýrdal

Hótel Höfðabrekka í Mýrdal.
Hótel Höfðabrekka í Mýrdal. mbl.is/GSH

Á fundi ferðaþjón­ustuaðila í Mýr­dal í dag komu fram mikl­ar áhyggj­ur af þeirri stöðu, sem sé kom­in upp í kjöl­far þess að þjóðveg­ar 1 um Mýr­dalssand fór í sund­ur á laug­ar­dags­morg­un.

Nú þegar hafi aðilar í ferðaþjón­ustu í Mýr­dal orðið fyr­ir nokk­ur hundruð millj­óna tjóni. Haldi fram sem horfi verði tjónið óbæt­an­legt. 

Í álykt­un fund­ar­ins seg­ir að ótækt sé að það taki tvær til þrjár vik­ur að koma á um­ferð yfir Múla­kvísl. Verk­tak­ar hafi bent á lausn­ir sem taki tvo til þrjá daga að koma í fram­kvæmd.
 
„Mýr­dal­ur­inn er botn­langi þessa dag­ana og því er það ský­laus krafa ferðaþjón­ustuaðila á svæðinu að öll­um ráðum verði beitt til að opna leiðina yfir Múla­kvísl fyr­ir allri um­ferð fyr­ir næstu helgi. Þá er ljóst að stjórn­völd þurfa að grípa til sér­tækra aðgerða til styrk­ing­ar ferðaþjón­ustu á svæðinu.  Fund­ur­inn ósk­ar taf­ar­laust eft­ir sam­ráðsfundi með yf­ir­mönn­um vega­mála, þing­mönn­um og ráðherr­um," seg­ir í álykt­un fund­ar­ins.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert