Breskir neytendur gætu, án þess að vilja, verið að styðja hvalveiðar Íslendinga með því að borða íslenskar sjávarafurðir. Þetta kemur fram a vefnum Ecologist.
Í frétt á vefnum kemur fram að neytendur séu hvattir til þess að kanna hvaðan fiskurinn er ef þeir kaupa fisk og franskar í Bretlandi. Því ef fiskurinn kemur frá Íslandi geti neytandinn verið að styðja hvalveiðar þar sem eignarhald Hvals og HB Granda sé samofið.
Þar kemur fram að fyrirtækið Warners Fish Merchants Ltd
kaupi fisk frá HB Granda og selji þann fisk til veitingastaða, verslana og hótela. Bæði sé um að ræða þorsk og ýsu.
HB Grandi hafi leigt Hval fiskvinnsluhúsnæði til þess að vinna hval og forstjóri Hvals, Kristján Loftsson, sé varaformaður stjórnar HB Granda. Árni Vilhjálmsson, stjórnarformaður Hvals sé einnig i stjórn HB Granda.
Sjá nánar hér