Árásarmaðurinn í Samkaupum ófundinn

Búðardalur
Búðardalur Arnaldur Halldórsson

Maðurinn, sem réðst á starfsmann Samkaupa í Búðardal að kvöldi 5. júlí, er enn ófundinn. Umræddur maður er talinn hafa falið sig inni í versluninni eða elt starfsmann sem leið átti í verslunina skömmu eftir lokun.

Þegar starfsmaðurinn, sem er ung kona, kom inn í verslunina um kvöldið var ráðist á hana og henni veittir áverkar með gosdós sem hinn óboðni gestur sló hana með í andlitið.

Stúlkan hlaut áverka í andliti og fór úr kjálkalið. Auk þessa tætti árásarmaðurinn og reif föt hennar. Eftir þetta lagði árásarmaðurinn á flótta og hefur ekki fundist enn. Hann er að sögn hár og grannur vexti.

Á vefsíðu Skessuhorns er haft eftir lögreglu að málið sé enn óupplýst og að rannsókn á því standi yfir.

Frétt Skessuhorns

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert