Einar hrósar Ögmundi

Einar K. Guðfinnsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Einar K. Guðfinnsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Ómar

„Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra á hrós skilið fyrir staðfestu sína í sambandi við Reykjavíkurflugvöll. Hann hefur frá öndverðu verið talsmaður flugvallarins og sýnt það í verki sem ráðherra þess málaflokks, sem flugvallarmálin í Reykjavík heyra undir,“ segir Einar K. Guðfinnsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, á heimasíðu sinni.

Hann segir í raun ótrúlegt að borgaryfirvöld í Reykjavík hafi gert miðstöð innanlandsflugsins, sem 400 til 500 þúsund manns noti árlega, „að eins konar hornkerlingu.“ 

„Núverandi borgaryfirvöld virðast ganga lengst í fullkomnu tillitsleysi við alla þá sem flugvöllinn nota; landsbyggðarfólk og þá fjölmörgu íbúa höfuðborgarsvæðisins, sem eiga afkomu sína undir því að flugvöllurinn fái að standa um ókomna tíð. Það er örugglega einsdæmi að yfirvöld í einni höfuðborg geri allt sem í valdi þeirra stendur til þess að eyðileggja lang helstu miðstöð innanlandssamgangna í landinu. Þannig ganga hins vegar borgaryfirvöld fram og hafa hlotið skömm fyrir,“ segir Einar.

Heimasíða Einars K. Guðfinnssonar

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert