Eldur logar við Hringrás

Frá eldsvoðanum við Hringrás í nótt
Frá eldsvoðanum við Hringrás í nótt mbl.is/Júlíus Sigurjónsson

Eld­ur kviknaði í dekkj­um við Hringrás í Kletta­görðum á þriðja tím­an­um í nótt. Allt til­tækt slökkvilið á höfuðborg­ar­svæðinu er að berj­ast við eld­inn en sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá slökkviliðinu er mik­ill eld­ur í dekkj­un­um.

Árið 2004 varð stór­bruni á at­hafna­svæði Hringrás­ar á sama stað í nóv­em­ber­mánuði.  Þá lagði reyk, sót og eit­ur­guf­ur yfir nær­liggj­andi íbúa­byggð og var mikl­um fjölda fólks gert að rýma heim­ili sín við Klepps­veg af þeim sök­um, alls um 600 manns

Nú er hins veg­ar vindátt hag­stæðari og er á haf út, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá slökkviliðinu. Því þarf ekki að rýma hús í ná­grenn­inu enn sem komið er. 

Búið er að kalla út auka­mann­skap hjá slökkviliðinu enda um stór­bruna að ræða, seg­ir varðstjóri.

Lög­regla hef­ur lokað göt­um í ná­grenn­inu.

Notaðir eru kranar til þess að reyna að dreifa dekkjunum
Notaðir eru kran­ar til þess að reyna að dreifa dekkj­un­um mbl.is/​Júlí­us Sig­ur­jóns­son
Frá eldsvoðanum í Klettagörðum
Frá elds­voðanum í Kletta­görðum mbl.is/​Júlí­us Sig­ur­jóns­son
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka