Heilsa ehf. hefur, í samráði við matvælaeftirlit Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, ákveðið að innkalla af markaði fæðubótarefnið Sunny Green Kelp Nutrient Dense Algae þar sem í ráðlögðum daglegum neysluskammti, samkvæmt upplýsingum á umbúðum vörunnar, er of mikið af joði.
Í ráðlögðum daglegum neysluskammti Sunny Green Kelp Nutrient Dense Algae eru 1040 µg (míkrógrömm) af joði. Matvælaöryggisstofnun Evrópu (EFSA) hefur metið efri öryggismörk fyrir neyslu joðs 600 µg á dag. Ráðlagður dagskammtur (RDS) joðs, samkvæmt reglugerð, er 150 µg á dag.