Fæðubótaefni innkallað

Sunny Green Kelp Nutrient Dense Alga
Sunny Green Kelp Nutrient Dense Alga

Heilsa ehf. hef­ur, í sam­ráði við mat­væla­eft­ir­lit Heil­brigðis­eft­ir­lits Reykja­vík­ur, ákveðið að innkalla af markaði fæðubót­ar­efnið Sunny Green Kelp Nutrient Den­se Al­gae þar sem í ráðlögðum dag­leg­um neyslu­skammti, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um á umbúðum vör­unn­ar, er of mikið af joði.

Í ráðlögðum dag­leg­um neyslu­skammti Sunny Green Kelp Nutrient Den­se Al­gae eru 1040 µg (míkró­grömm) af joði. Mat­væla­ör­ygg­is­stofn­un Evr­ópu (EFSA) hef­ur metið efri ör­ygg­is­mörk fyr­ir neyslu joðs 600 µg á dag. Ráðlagður dagskammt­ur (RDS) joðs, sam­kvæmt reglu­gerð, er 150 µg á dag.

Sjá nán­ar hér

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert