Flestir héldu áfram austur

Farþegarnir í rútunni fikruðu sig upp á þakið og komust …
Farþegarnir í rútunni fikruðu sig upp á þakið og komust þaðan yfir á vörubílspall og í land. mbl.is/Hrafnhildur Inga

Ein hjón fengu far með þyrlu Landhelgisgæslunnar vestur yfir Múlakvísl. Hinir farþegarnir 16 úr rútunni, sem festist í ánni, héldu áfram austur, að því er Sveinn Kr. Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Hvolsvelli vissi best. 

Hann taldi að allir farþegarnir í rútunni hafi verið útlendingar.  Lögreglan og Vegagerðin ráða nú ráðum sínum um framhaldið með ferjuakstur yfir Múlakvísl. Von er á tilkynningu þar að lútandi síðar í dag.

Lögreglan mun rannsaka tildrög óhappsins þegar rútan festist í ánni. Fólki sem varð vitni að því var mjög brugðið, líkt og a.m.k. sumum sem í rútunni voru. Allt fór þó vel og allir björguðust. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert