Flestir héldu áfram austur

Farþegarnir í rútunni fikruðu sig upp á þakið og komust …
Farþegarnir í rútunni fikruðu sig upp á þakið og komust þaðan yfir á vörubílspall og í land. mbl.is/Hrafnhildur Inga

Ein hjón fengu far með þyrlu Land­helg­is­gæsl­unn­ar vest­ur yfir Múla­kvísl. Hinir farþeg­arn­ir 16 úr rút­unni, sem fest­ist í ánni, héldu áfram aust­ur, að því er Sveinn Kr. Rún­ars­son, yf­ir­lög­regluþjónn á Hvols­velli vissi best. 

Hann taldi að all­ir farþeg­arn­ir í rút­unni hafi verið út­lend­ing­ar.  Lög­regl­an og Vega­gerðin ráða nú ráðum sín­um um fram­haldið með ferjuakst­ur yfir Múla­kvísl. Von er á til­kynn­ingu þar að lút­andi síðar í dag.

Lög­regl­an mun rann­saka til­drög óhapps­ins þegar rút­an fest­ist í ánni. Fólki sem varð vitni að því var mjög brugðið, líkt og a.m.k. sum­um sem í rút­unni voru. Allt fór þó vel og all­ir björguðust. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka