Fólki bjargað úr trukknum

Trukkurinn á kafi í ánni til hægri á myndinni.
Trukkurinn á kafi í ánni til hægri á myndinni. mbl.is/Jónas

Verið er að bjarga fólki úr trukknum, sem notaður hefur verið til að ferja fólk yfir Múlakvísl en trukkurinn festist við austurbakka árinnar í dag og fór nánast á kaf í vatnið. Ekki er vitað til þess að neinn hafi sakað en 20-30 manns voru í rútunni.

Verið er að nota ýtu til að veita vatni frá rútunni og einnig verið að reka niður staura. Gluggarnir og þakið standa upp úr vatninu en bíllinn hefur ekki oltið þótt grafið hafi mikið undan honum að aftan.

Trukkurinn á kafi í ánni til hægri á myndinni.
Trukkurinn á kafi í ánni til hægri á myndinni. mbl.is/Jónas
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert