Fór fram á fund í heilbrigðisnefnd

Frá eldsvoðanum í nótt
Frá eldsvoðanum í nótt mbl.is/Júlíus Sigurjónsson

Marta Guðjónsdóttir varaborgarfulltrúi fór fram á það í dag að heilbrigðisnefnd Reykjavíkurborgar kæmi strax saman til að ræða brunann hjá Hringrás. Formaður nefndarinnar hafnaði því og sagði að málið yrði tekið upp á næsta reglulega fundi í byrjun næsta mánaðar.

Marta sagði fulla ástæðu til þess að nefndin kæmi saman til að ræða um öryggi og heilbrigði íbúa á þessu svæði. Hún minnti á að þegar kviknaði í hjá Hringrás 2004 hefðu um 600 manns þurft að yfirgefa heimili sín. Marta sagði að það þyrfti bæði að ræða um hættu sem íbúum stafar af þessari starfsemi og eins að fara yfir þær öryggisráðstafanir sem gripið er til þegar bruni á sér stað.

Marta sagðist telja ófært að nefndarmenn í heilbrigðisnefnd þyrftu einvörðungu að treysta á fréttir fjölmiðla til að afla sér upplýsinga um þetta alvarlega mál.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert