Fyrstu brúarmetrarnir verða til í dag

Staurar komnir í jörð og þverbiti settur ofan á.
Staurar komnir í jörð og þverbiti settur ofan á. mbl.is/Jónas Erlendsson

Gerð brúarinnar yfir Múlakvísl hófst í gærkvöldi og stóð yfir í alla nótt. Fyrst eru reknir niður símastaurar með stórum hamri, því næst eru staurarnir sagaðir til, og settir þverbitar ofan á þá, en síðan leggst brúargólfið ofan á þverbitana. Brúargólfið er smíðað í einingum sem eru á að giska 6-8 metra langar og er þeim svo lyft ofan á bitana. Því næst er tekið til við að reka niður fleiri staura.

Fréttaritari Morgunblaðsins tók myndir af vinnunni í morgun, en þá hafði hún staðið yfir í um hálfan sólarhring. Einnig er stór kranabíll á staðnum sem lyftir stálbitunum upp á staurana.

Bjarni Jón Finnsson, verkstjóri Vegagerðarinnar á staðnum, segir að nú rétt fyrir hádegi sé búið að reka niður tólf staura og verið sé að setja þverbita ofan á þá. Hann reiknar með því að fyrstu hlutar brúargólfsins verði settir ofan á staurana í dag og því má reikna með því að allnokkrir brúarmetrar verði svo gott sem tilbúnir í dag eða í kvöld.

Fram kemur í Morgunblaðinu í dag að vinnuflokkar Vegagerðarinnar voru kallaðir úr fríi til að sinna þessu neyðarverkefni, en jafnframt að efnið til brúargerðarinnar kom að mestu leyti af lagerum Vegagerðarinnar á Selfossi og í Vík.

Staurar undirbúnir fyrir þverbitana.
Staurar undirbúnir fyrir þverbitana. mbl.is/Jónas Erlendsson
Kranabíll lyftir brúarefninu til og frá en til hægri sést …
Kranabíll lyftir brúarefninu til og frá en til hægri sést stóri hamarinn sem rekur staurana niður í jörðina. mbl.is/Jónas Erlendsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert