Katlarnir benda til kvikuinnskots eða lítils eldgoss

Helgi Björnsson við Múlakvísl í gær.
Helgi Björnsson við Múlakvísl í gær. mbl.is/Eggert

Af sigkötlunum í Mýrdalsjökli að dæma er líklegt að skyndileg innspýting af kviku eða jafnvel lítið eldgos hafi orsakað hlaupið í Múlakvísl.

Þetta sagði Helgi Björnsson jöklafræðingur þegar blaðamaður Morgunblaðsins tók hann tali við Múlakvísl í gær.

„Þetta sýnist mér af því að þarna eru lóðréttir hringlaga strompar sem segja mér að þarna hafi bráðnað mjög mikið staðbundið og skyndilega og þetta bara hrunið niður,“ segir Helgi í Morgunblaðinu í dag.

Tvennt hafi lagst á eitt. Vatn sem safnast hafi fyrir vegna jarðhitavirkni eins og venjulega gerist í kringum öskjubarm Kötlu og svo þessi kvika. Þetta telji menn að hafi gerst árið 1955 þegar einnig varð hlaup í Múlakvísl og svo 1999.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert