Segir Merkel vilja nota Ísland sem fordæmi

Lilja Mósesdóttir, alþingismaður.
Lilja Mósesdóttir, alþingismaður.

„Illa er komið fyrir þeim sem hlýða til þess eins að öðlast hrós alþjóðasamfélagsins,“ segir Lilja Mósesdóttir, alþingismaður, á Facebook-síðu sinni í dag og vísar þar til efnahagserfiðleika Íra, Grikkja og Portúgala undanfarin misseri.

Lilja segir að að Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, sé í mun að halda Íslandi á lofti sem góðu fordæmi í efnahagsmálum enda hafi hún neytt Íra, Grikki og Portúgali til þess að taka upp kreppudýpkandi efnahagsstefnu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins líkt og gert hafi verið hér á landi. Þar vísar hún til fundar Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra, með Merkel í Þýskalandi í gær þar sem kanslarinn hrósaði árangri íslenskra stjórnvalda í efnahagsmálum eftir bankahrunið.

„Íslendingar hafa ekki þurft á þessum lánum [frá AGS] að halda fyrr en á þessu ári, enda rýrnaði landsframleiðslan á síðasta ári mun meira en gert var ráð fyrir. AGS hefur margoft verið gagnrýnt fyrir að gera þjóðir háðar sér með kreppudýpkandi efnahagsstefnu,“ segir Lilja.

Þá segir hún að engin þörf hefði verið fyrir lán frá AGS „ef útstreymi fjármagns hefði verið skattlagt strax árið 2008 og fjármagn lífeyrissjóðanna notað til endurfjármögnunar lána. “

Facebook-síða Lilju Mósesdóttur

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka