Fólk býr sig undir flutning yfir Múlakvísl

Bílaröðin við Múlakvísl rétt í þessu.
Bílaröðin við Múlakvísl rétt í þessu. mbl.is/Jónas Erlendsson

Bílar hafa verið að safnast í raðir við Múlakvísl að sögn lögreglumanns á staðnum en stefnt er að því að hefja flutninga yfir ána klukkan níu eins og komið hefur fram. Bæði er um að ræða erlenda ferðamenn og Íslendinga. Eitthvað af fólkinu hefur sofið í bílum sínum í nótt við Múlakvísl á meðan beðið var eftir því að flutningar yfir ána hæfust.

Rútan sem notuð var í gær til þess að ferja fólk yfir hefur verið tekin úr notkun en sem kunnugt er valt hún næstum í ánni í gær. En að sögn lögreglumannsins hefur a.m.k. einn nýr bíll verið fengnir til verksins í hennar stað sem kominn er á staðinn.

Gert er ráð fyrir því að fulltrúi frá lögreglunni annars vegar og fulltrúi frá Vegagerðinni hins vegar muni halda utan um aðgerðir á staðnum í dag í samstarfi við björgunarsveitir og stjórna þeim.

Þá miðar smíði bráðabirgðabrúar yfir Múlakvísl vel að sögn fréttaritara mbl.is á staðnum. Vinna hófst aftur klukkan sjö í morgun en henni lauk á miðnætti í gær. meðfylgjandi myndir eru frá vinnu við brúna í morgun.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert