Ekkert bendir til þess að gosið hafi undir jökli

Brú yfir Afréttisá austan Múlakvíslar í hlaupinu á laugardag.
Brú yfir Afréttisá austan Múlakvíslar í hlaupinu á laugardag. mynd/Marc Audreno

Ekkert bendir til þess að eldgos hafi orðið undir Mýrdalsjökli og valdið hlaupinu sem reif með sér brúna yfir Múlakvísl aðfaranótt laugardags, að sögn Magnúsar Tuma Guðmundssonar, jarðeðlisfræðings. Það þýði hins vegar ekki að hægt sé að útiloka það með öllu. „En það var þá ekkert lykilatriði í að búa til þetta bræðsluvatn,“ segir Magnús.

„Það hefur verið jarðhiti sem hefur gert það á undanförnum mánuðum.“ Samanburður á mælingum sem gerðar voru annars vegar á miðvikudag í síðustu viku og nú á mánudag hins vegar gefur til kynna að alls hafi 17-18 milljón rúmmetrar vatns ruðst fram, undan þremur sigkötlum. „Svo hrynja katlarnir í miðjunni, að öllum líkindum vegna þess að þrýstingurinn inni í þeim lækkar svo hratt.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert