Hágöngulón fylltist í hlaupinu

Hágöngulón er hluti Hágöngumiðlunar sem miðlar vatni á vatnasviði Köldukvíslar. …
Hágöngulón er hluti Hágöngumiðlunar sem miðlar vatni á vatnasviði Köldukvíslar. Vatnið nýtist virkjunum á Þjórsár- og Tungnársvæðinu. Ljósmynd/Landsvirkjun

Há­göngu­lón fyllt­ist í nótt þegar yf­ir­borð þess hækkaði um 70 senti­metra við hlaup úr Vatna­jökli. Vatns­borðið fór að hækka hratt um tvöleytið í nótt og dró veru­lega úr aðstreym­inu um klukk­an átta í morg­un.

Alls bætt­ust um 26 gíga­lítr­ar í lónið í nótt en það er um 37 fer­kíló­metr­ar að stærð. Einn gíga­lítri er þúsund millj­ón lítr­ar. Ekki er ljóst hvort hlaup­inu eru lokið, en ljóst að veru­lega hef­ur dregið úr rennsl­inu.

Vatna­mæl­inga­menn Lands­virkj­un­ar eru nú við Há­göngu­lón og gengu þeir á Há­göng­ur til að kanna aðstæður og hvaðan hlaupið kom, að sögn Rögnu Söru Jóns­dótt­ur, upp­lýs­inga­full­trúa Lands­virkj­un­ar. 

Há­göngu­lón var að fyll­ast þegar hlaupið kom og nú renn­ur um­fram­vatnið niður Köldu­kvísl í Þóris­vatn. Þar er enn borð fyr­ir báru. Mæl­ar Lands­virkj­un­ar sýna að vatns­borð Þóris­vatns er byrjað að hækka. 

Talið er að hlaup­vatnið komi frá Ham­arslóni inn við Ham­ar­inn eða af þeim slóðum. Það hef­ur ekki verið staðfest. 

Lands­virkj­un mun afla tíðari gagna en áður af rennsl­inu í Hálgöngu­lón vegna þessa óvenju­lega at­b­urðar. Áður var gagna aflað á klukku­stund­ar fresti. 

Al­manna­varna­deild rík­is­lög­reglu­stjóra hef­ur fylgst náið með ástand­inu. Flogið verður yfir vest­an­verðan Vatna­jök­ul um leið og tæki­færi gefst en eins og stend­ur er skýja­hula yfir jökl­in­um. Vís­inda­menn fylgj­ast með fram­vind­unni og eru í nánu sam­starfi við al­manna­varna­deild rík­is­lög­reglu­stjóra.  

Upp­lýs­ingasíða Lands­virkj­un­ar um Há­göngumiðlun

Hágöngulón er vestur af Köldukvísalrjökli.
Há­göngu­lón er vest­ur af Köldu­kvísal­r­jökli.
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert