Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í dag íslenska ríkið af skaðabótakröfu Hannesar Smárasonar, kaupsýslumanns.
Hannes krafðist þess að fá greiddar skaðabætur vegna kyrrsetningar eigna á síðasta ári. Kyrrsetningin var felld úr gildi eftir að Hæstaréttur dæmdi kyrrsetningu eigna Skarphéðins Berg Steinarssonar ógilda.
Hannes krafðist þess að fá 2,5 milljónir í skaðabætur vegna fjártjóns og 2,5 milljónir í miskabætur eða samtals 5 milljónir krónaÞá.
Héraðsdómur segir, að Hannes hafi ekki sýnt fram á að hann hafi orðið fyrir fjártjóni vegna kyrrsetningarinnar.
Þá sæti Hannes rannsókn skattrannsóknastjóra vegna meintra fjársvika Stoða hf. þar sem Hannes var forstjóri. Segist dómurinn ekki fallast á, að í beiðni um kyrrsetningu á eignum Hannesar hafi falist brot á skaðabótareglum eða í því hafi falist
ólögmæt
meingerð gegn persónu hans heldur hafi, þrátt fyrir niðurstöðu
kyrrsetningarmálsins, verið um að ræða eðlilegan þátt í þeirri rannsókn
sem enn
standi yfir og sé ekki lokið.
Skarphéðinn Berg krafðist einnig skaðabóta, 10 milljóna króna, vegna kyrrsetningar eigna hans á síðasta ári í tengslum við rannsókn skattrannsóknarstjóra. Héraðsdómur hafnaði skaðabótakröfunni á sömu forsendum og kröfu Hannesar var hafnað en Hæstiréttur hefur ekki fjallað um málið.