Jarðskjálfti 2,6 af stærð varð í Kötlu um kl. 16 í dag. Upptök skjálftans voru á um 3 km dýpi, um 7,7 km norður af Hábungu.
Vel er fylgst með jarðhræringum í Kötlu þessa dagana, en margir sjálfvirkir skjálfta- og óróamælar eru við eldfjallið. Sólarhringsvakt hefur verið á Veðurstofunni síðan fyrir helgi þegar hlaup kom í Múlakvísl.
Jarðskjálftar af þessari stærð eru ekki óalgengir í Kötlu.