Karpað um rútukjör

Við Múlakvísl
Við Múlakvísl mbl.is/Jónas Erlendsson

Byrjað er að ferja bíla yfir Múlakvísl á pallbílum en löng biðröð hafði myndast við ána í morgun áður en hefja átti flutningana klukkan níu. Þeir fóru þó rólega af stað og eru nú fyrstu bílarnir að fara yfir ána.

Ekki er þó byrjað að flytja fólk yfir ána en eins og mbl.is greindi frá í morgun var fenginn nýr bíll til þess verks í dag í kjölfar þess að rúta sem notuð var í gær valt næstum á leið yfir ána í gær. Von mun ennfremur vera á öðrum bíl á staðinn sem nota á í þessum tilgangi.

Samkvæmt heimildum mbl.is er ástæða þess að ekki er byrjað að flytja fólk yfir Múlakvísl sú að ekki hafi enn verið gengið frá samkomulagi um það á milli eigenda bílsins sem þegar er á staðnum og yfirvalda á hvaða kjörum hann verði lánaður til verksins.

Þá herma heimildir mbl.is að fólk hafi verið komið inn í bílinn í morgun en síðan verið beðið að yfirgefa hann vegna þess að samkomulag hafi ekki lengið fyrir um kjörin.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert