Tæplega kíló af kókaíni fannst á síðasta ári þegar starfsmenn íslensks skipafélags voru að láta eyða ósóttum sendingum.
Kókaínið reyndist hafa verið í geymslu skipafélagsins í sex ár en enginn hirti um að sækja sendinguna, sem kom frá Svíþjóð.
Fram kemur í ársskýrslu lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, að samkvæmt farmskírteini var um bækur að ræða og var það rétt að mestu leyti. Í einni þeirra var kókaínið hins vegar falið.