Maðurinn er fundinn

Maðurinn ætlaði að ganga yfir Fimmvörðuháls.
Maðurinn ætlaði að ganga yfir Fimmvörðuháls. Ljósmynd/Slysavarnafélagið Landsbjörg

Belginn sem leitað hefur verið að í allan dag er fundinn. Björgunarsveitarmenn gengu fram á hann við Steinsholtsá norðan við Eyjafjallajökul. Hann var nokkuð þrekaður þegar komið var að honum. Hann hafði gengið yfir Eyjafjallajökul.

„Þetta fór sem betur fer vel,“ sagði Gunnar Stefánsson, hjá Landsbjörgu, en um 70 manns voru við leit í dag ásamt þyrlu Landhelgisgæslunnar.

Spor sem  fundust  seinni partinn í dag voru hugsanlega talin hafa verið eftir manninn. Á sjöunda tímanum fannst bakpoki mannsins á norðanverðum Eyjafjallajökli nánar tiltekið við Kirkju. Rétt áður hafði sími mannsins komið inn á endurvarpa við Þórólfsfell.

Eftir þetta var ákveðið að færa leitina meira yfir á jökulinn og skilaði það árangri kl. rúmlega 19 í kvöld.

Maðurinn er um þrítugt. Hann er er belgískur en býr í Noregi.

Kort/www.lmi.is
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka